Dunkirk: Fimm fyrstu sjónvarpsauglýsingarnar

Nokkuð er síðan fyrsta stiklan fyrir nýjustu mynd Christopher Nolan, Dunkirk, var frumsýnd, en spennan vex enn frekar í nýjum sjónvarpsauglýsingum sem Warner Bros framleiðslufyrirtækið byrjaði að birta í Bandaríkjunum nú um helgina.

Dunkirk er væntanleg í bíó 21. júlí nk.

Í fyrstu sjónvarpsstiklunni og þeirri lengstu má sjá talsvert af nýju myndefni, en í hinum fjórum styttri, sjáum við ástandið í Dunkirk frá mismunandi sjónarhornum, á landi, lofti og úti á sjó.

Nolan var gestur á nýafstaðinni Cinema Con afþreyingarráðstefnu, og fjallaði þar meðal annars um þátt hins myndræna í kvikmyndinni: „Já, þetta er svona mynd þar sem hið myndræna ræður ferðinni allt frá upphafi. Það eru samtöl í myndinni, en við reynum að segja söguna sem mest á myndrænan hátt,“ sagði Nolan meðal annars.

Kíktu á sjónvarpsauglýsingarnar fimm hér fyrir neðan frá twitter reikningi TrailerTrack: