Ryan Gosling tekur Logan’s Run

Hinn stórgóði Ryan Gosling hefur hingað til getið sér nafn fyrir að halda sig við smærri myndir og tekist að forðast Hollywood stórmyndirnar, en það virðist sem hann hefur loks fundið eina slíka sem honum líst á. Gosling, sem hefur afþakkað mörg boð um að leika hasar- og ofurhetjur, hefur nefnilega tekið að sér aðalhlutverkið í myndinni Logan’s Run.

Logan’s Run er byggð á bók frá árinu 1967, sem og endurgerð á samnefndri spennumynd frá árinu 1976, en hún fjallar um framtíðarsamfélag. Lífið í samfélaginu er nær fullkomið en þó er einn hængur á; allir þurfa að láta lífið á 30. ára afmælisdeginum.

Myndin hefur lengi verið í framleiðslu og skipt margoft um leikstjóra, en Nicolas Winding Rafn (Bronson) hefur tekið að sér starfið. Gosling og Rafn eru ekki ókunnir hvor öðrum en þeir unnu saman við hina væntanlegu Drive.

– Bjarki Dagur

Ryan Gosling tekur Logan's Run

Hinn stórgóði Ryan Gosling hefur hingað til getið sér nafn fyrir að halda sig við smærri myndir og tekist að forðast Hollywood stórmyndirnar, en það virðist sem hann hefur loks fundið eina slíka sem honum líst á. Gosling, sem hefur afþakkað mörg boð um að leika hasar- og ofurhetjur, hefur nefnilega tekið að sér aðalhlutverkið í myndinni Logan’s Run.

Logan’s Run er byggð á bók frá árinu 1967, sem og endurgerð á samnefndri spennumynd frá árinu 1976, en hún fjallar um framtíðarsamfélag. Lífið í samfélaginu er nær fullkomið en þó er einn hængur á; allir þurfa að láta lífið á 30. ára afmælisdeginum.

Myndin hefur lengi verið í framleiðslu og skipt margoft um leikstjóra, en Nicolas Winding Rafn (Bronson) hefur tekið að sér starfið. Gosling og Rafn eru ekki ókunnir hvor öðrum en þeir unnu saman við hina væntanlegu Drive.

– Bjarki Dagur