Djúpið frumsýnd strax eftir áramót

Áður en Baltasar Kormákur fór að tækla spennuþrillerinn Contraband tók hann upp mjög forvitnilega kvikmynd með Ólafi Darra í fyrrasumar. Sú mynd ber heitið Djúpið og er byggð á sannsögulegum atburðum og þrekvirki Guðlaugs Friðþórssonar (þekktur sem „Saundlaugur“) þegar honum tókst að synda í land eftir að báturinn Hellisey, sem hann var skipverji á, sökk um miðja nótt þann 11. mars 1984, um 5 km frá Vestmannaeyjum.

Balti hefur verið með þessa mynd í biðstöðu í smátíma og margir voru farnir að halda að hún myndi ekki líta dagsins ljós fyrr en einhvern tímann eftir Contraband. Það lítur hins vegar út fyrir að þessi mynd rati beint í kvikmyndahús þann 1. janúar næstkomandi.

Augljóslega þykir þetta ansi stuttur fyrirvari og enn hefur enginn trailer litið dagsins ljós og ekki einu sinni plakat (það ætti að breytast í næstu viku, geri ég ráð fyrir). Engu að síður ætti ýmislegt meira að koma í ljós á næstunni. Ólafur Darri fer að sjálfsögðu með aðalhlutverkið ásamt Birni Thors og Jóhanni G. Jóhanssyni.