Frumsýning: Disconnect

Sambíóin frumsýna spennutryllinn Disconnect föstudaginn 25. október í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri.

„Netið er veröld sem hefur orðið til á undanförnum 20 árum og þeir eru margir sem kunna ekki að fóta sig í hálum gildrunum sem þar eru spenntar á hverjum degi.

disconnect-image-1

Disconnect er gríðarlega áhrifamikil mynd sem líður áhorfendum seint úr minni. Handritið þykir hreinasta snilld og kallar fram það besta í leikurunum sem fara allir með tölu á kostum í hlutverkum sínum. Utan um þetta heldur síðan leikstjórinn, Henry Alex Rubin, af miklu öryggi og færir okkur bíótöfra sem allt kvikmyndaáhugafólk ætti að upplifa,“ segir í tilkynningu frá Sambíóunum.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Hér eru sagðar þrjár aðskildar sögur sem tengjast ýmsum þráðum og enda sem ein heild. Fyrsta sagan er um lögfræðing sem áttar sig á því að sonur hans er orðinn fórnarlamb skelfilegs eineltis eftir að hafa opinberað sig á spjallrás. Um leið kynnumst við drengnum sem stendur fyrir eineltinu og föður hans sem er fyrrverandi lögreglumaður.

disconnectÖnnur sagan er um ung hjón sem verða fyrir því að bankareikningar þeirra eru tæmdir. Þriðja sagan er síðan um blaðakonu sem gerir alvarleg mistök þegar hún reynir að skrifa sögu um ungan mann sem selur sig á netinu …

Aðalhlutverk: Jason Bateman, Hope Davis, Paula Patton, Alexander Skarsgård, Andrea Riseborough, Frank Grillo, Jonah Bobo og Max Thieriot

Leikstjórn: Henry Alex Rubin

Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri

Aldurstakmark: 12 ára

Fróðleiksmolar til gamans: 

• Disconnect er fyrsta bíómynd leikstjórans Henrys Alex Rubin, en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir heimildarmyndina frábæru Murderball árið 2006. Myndin er einnig fyrsta bíómynd handritshöfundarins Andrews Stern og kæmi ekki á óvart ef handrit hans yrði tilnefnt til Óskarsverðlauna, svo og jafnvel myndin sjálf sem ein besta mynd ársins 2013.