Díana floppar

Hin ævisögulega bíómynd Diana eftir Oliver Hirschbiegel, sem gagnrýnendur hafa rifið í sig, floppaði illilega í Bandaríkjunum nú um helgina þegar hún var frumsýnd þar í landi.

Í myndinni fer Naomi Watts með hlutverk Díönu prinsessu.

naomi watts diana

Myndin var sýnd á 38 bíótjöldum og þénaði aðeins tæpa 65 þúsund Bandaríkjadali.

Myndin fjallar um tvö síðustu árin í lífi prinsessunnar, og við sögu koma tvö ástarævintýri hennar, með þeim hjartaskurðlækninum Hasnat Khan annarsvegar og Dodi Fayed hinsvegar.

Diana var frumsýnd í Bretlandi fyrir mánuði síðan og floppaði þar einnig ( einn breskur gagnrýnandi kallaði myndina bílslysabíó ).

Dreifingaraðili myndarinnar vonar að myndin muni ganga betur á VOD og DVD.

 

Díana floppar

Hin ævisögulega bíómynd Diana eftir Oliver Hirschbiegel, sem gagnrýnendur hafa rifið í sig, floppaði illilega í Bandaríkjunum nú um helgina þegar hún var frumsýnd þar í landi.

Í myndinni fer Naomi Watts með hlutverk Díönu prinsessu.

naomi watts diana

Myndin var sýnd á 38 bíótjöldum og þénaði aðeins tæpa 65 þúsund Bandaríkjadali.

Myndin fjallar um tvö síðustu árin í lífi prinsessunnar, og við sögu koma tvö ástarævintýri hennar, með þeim hjartaskurðlækninum Hasnat Khan annarsvegar og Dodi Fayed hinsvegar.

Diana var frumsýnd í Bretlandi fyrir mánuði síðan og floppaði þar einnig ( einn breskur gagnrýnandi kallaði myndina bílslysabíó ).

Dreifingaraðili myndarinnar vonar að myndin muni ganga betur á VOD og DVD.