Washington gæti náð þrennunni

Hollywood leikarinn Denzel Washington, 58 ára gamall, segir að tilnefning hans til Óskarsverðlauna í ár fyrir hlutverk sitt í myndinni Flight, sé afar spennandi.

Leikarinn hefur unnið til verðlaunanna tvisvar áður, og gæti fullkomnað þrennuna núna í febrúar þegar verðlaunin verða veitt.

Washington vann fyrst fyrir leik í Glory árið 1989 og síðan fyrir leik í Training Day árið 2001.

Washington er nú tilnefndur ásamt þeim Daniel Day-Lewis, Bradley Cooper, Hugh Jackman og Joaquin Phoenix, fyrir leik sinn í hlutverki dópistans og flugmannsins Whip Whitaker, en myndin er eftir leikstjórann Robert Zemeckis.

„Það er gott að fá viðurkenningu og spennandi að vera heiðraður með þessu hætti,“ segir leikarinn í samtali við breska dagblaðið The Independent.  „Það er mjög erfitt að komast inn í þennan fimm manna hóp,“ sagði leikarinn sem hefur alls verið tilnefndur til Óskarsverðlauna sex sinnum. Hann segist í viðtalinu ekki hafa íhugað sérstaklega möguleikann á þrennunni. „Ég er farinn að kannast við þetta, þetta er sjötta skiptið hjá mér,“ sagði Denzel.

Flight verður frumsýnd á Íslandi 22. febrúar nk.