Lynch hættir við Twin Peaks

David-Lynch-2Leikstjórinn David Lynch staðfesti á Twitter-síðu sinni í dag að hann væri hættur við að ráðast í gerð á þriðju seríu af sjónvarpsþáttunum Twin Peaks. Lynch vill þó meina að þættirnir gætu orðið að veruleika án hans þáttöku. Showtime ætlaði að framleiða þættina og var áætlað að sýna þá á næsta ári.

,,Eftir eitt ár og fjóra mánuði af samningaviðræðum þá hef ég ákveðið að bakka út vegna þess að það eru ekki til nógu miklir peningar til þess að ég geti unnið verkefnið,“ sagði leikstjórinn m.a. á Twitter.

Þættirnir áttu að gerast í nútímanum og voru hugsaðir sem framhald af annarri seríu og áttu að gerast 25 árum eftir atburðina í þeirri seríu.

,,Ég eyddi helginni í að hringja í leikara og láta þá vita að ég muni ekki leikstýra þáttunum. Showtime gæti samt mögulega ráðist í gerð á þáttunum án minnar þáttöku,“ sagði Lynch að lokum.

Twin Peaks voru gerðir í lok 9. áratugarins og sá hluti heimsbyggðarinnar sem átti sjónvarp sat sem límdur yfir þeim. Þættirnir fjölluðu um rannsókn á morði á framhaldsskólastúlku. Inn í rannsóknina blönduðust dulræn fyrirbrigði og fleira dularfullt.