Fyrsta stiklan úr Gone Girl

gonegirlFyrsta stiklan úr nýjustu mynd leikstjórans David Fincher, Gone Girl, var frumsýnd á veraldarvefnum rétt í þessu.

Það er Óskarsverðlaunahafinn, leikstjórinn, leikarinn og handritshöfundurinn Ben Affleck sem leikur aðalhlutverkið í myndinni. Affleck fer með hlutverk eiginmanns konu sem hverfur daginn sem þau eiga fimm ára brúðkaupsafmæli, og allt bendir til að hann hafi myrt hana.

Rosamund Pike fer með hlutverk konunnar sem hverfur, en Pike hefur áður leikið í myndum á borð við Pride & Prejudice og Jack Reacher.

Gone Girl er byggð á skáldsögu Gillian Flynn og tryggði 20th Century Fox sér kvikmyndaréttinn á bókinni fyrir tugi milljóna dala en bókin hefur selst í bílförmum í Bandaríkjunum.

Myndin verður frumsýnd vestanhafs þann 3. október næstkomandi.