Fjármagnaðu The Goon fyrir Fincher


Veit Hollywood betur en þú?

Þess spyrja David Fincher, Tim Miller og Jeff Fowler, framleiðendur kvikmyndarinnar Goon, sem þeir hafa verið að reyna að koma í framleiðslu í fleiri ár. En vegna þess að myndin er teiknimynd sem er hvorki framhald né stútfull af dansandi smádýrum, finnast peningarnir til þess ekki. Þess vegna hafa framleiðendurnir leitað á náðir internetsins eftir hjálp til að koma myndinni í gang. Sjáið skemmtilega söluræðu hér:

Þegar þetta er skrifað vantar þeim um 300.000 Bandaríkjadali til þess að ná markmiði sínu, þannig að ef við Íslendingar sameinumst allir um að gefa einn Bandaríkjadal á mann ætti það að nást! Peningarnir eiga svo að fara í að búa til „feature length story reel“, grófa útgáfu af myndinni sem á að hjálpa til að sýna möguleika verkefnisins fyrir fjárfestum. Tékkið á kickstarter síðunni þeirra.

Einhver seldur? Eða er Fincher að biðja um of mikið?