Endurtekinn dauði 2 fær fyrsta plakatið

Sú hrollvekja sem kom hvað mest á óvart á síðasta ári, 2017, var mynd leikstjórans Christoper Landon, Happy Death Day, slægju gamanmynd sem notfærði sér sama tímahringavitleysumódel og myndir eins og Groundhog Day og Edge of Tomorrow nýttu sér með góðum árangri.

Í forgrunni myndarinnar var leikkonan Jessica Rothe, sem lék nemenda sem er myrtur aftur og aftur af sama grímuklædda morðingjanum á afmælisdegi sínum.

Tekjur fyrri myndarinnar námu um 123 milljónum bandaríkjadala um allan heim, en myndin kostaði aðeins brot af þeirri upphæð, eða um 4,8 milljónir dala.

Nú er von á framhaldi þessarar vinsælu myndar, og heitir hún Happy Death Day 2U, en þar munu bæði Landon og Rother mæta til leiks á ný.

Von er á fyrstu stiklunni úr myndinni nú um helgina, en þangað til má orna sér við að skoða fyrsta plakatið fyrir myndina sem er nýkomið út og má sjá það hér fyrir neðan:

Söguþráður myndarinnar er eftirfarandi:

Í þetta uppgötvar söguhetjan okkar, Tree Gelbman, að það að deyja í sífellu aftur og aftur, er í raun barnaleikur miðað við það að gera það ekki, og mæta hættunum sem eru framundan.

Þessi söguþráður gefur eiginlega ekki til kynna að halda eigi áfram með tímahringavitleysuna … eða situr kannski einhver annar í súpunni núna?

Myndin er væntanleg í bíó hér á Íslandi 22. febrúar nk.