Hefndartryllir frá Arnold og Aronofsky

Nýr hefndartryllir frá leikstjóranum Darren Aronofsky og vöðvabúntinu Arnold Schwarzenegger, 478, hefur fengið góð viðbrögð á kaupstefnunni American Film Market. arnold

Aronofsky framleiðir myndina í gegnum fyrirtæki sitt Protoza Pictures, í samstarfi við fleiri aðila.

Mikill áhugi hefur verið á myndinni og líklegt er að hún verði seld til markaðssvæða víða um heim.

Schwarzenegger hefur átt erfitt með að blása lífi í feril sinn á nýjan leik eftir að hann hætti sem ríkisstjóri Kaliforníu. Myndir á borð við Escape Plan og Maggie gengu illa í miðasölunni en vonast er til að 478 geri mun betri hluti.

Í myndinni leikur Schwarzenegger mann sem missir eiginkonu sína og dóttur í flugslysi. Þegar hann reynir að hefna þeirra tekur líf hans óvænta stefnu.

Elliott Lester mun leikstýra eftir handriti Javier Gullon.