Aronofsky skoðar spörfugl

15802804Requiem for a Dream og Black Swan leikstjórinn Darren Aronofsky hugleiðir nú að leikstýra njósnatryllinum Red Sparrow, eða Rauða spörfuglinum, en myndin verður gerð eftir skáldsögu Jason Matthews.

Aronofsky átti á tímabili að leikstýra The Wolverine, en hætti við og sneri sér að annarri mynd byggðri á teiknimyndasögu, Noah, sem hann var einmitt við tökur á hér á landi á síðasta ári.  Noah er byggð á teiknimyndasögu eftir leikstjórann sjálfan og Ari Handel og er endursögn á Biblíusögunni um Örkina hans Nóa. Noah kemur í bíó næsta vor.

Samkvæmt lýsingu á skáldsögunni þá gerist Red Sparrow í samtímanum í Rússlandi, og þar er við stjórn forsetinn Vladimir Putin, eins og í raunveruleika dagsins í dag. Leyniþjónustumaðurinn Dominika Egorova reynir með erfiðismunum að fóta sig í sovésku leyniþjónustunni sem er ruglingsleg eftir fall Sovétríkjanna. Henni er skipað gegn vilja sínum að verða „spörfugl“, þjálfað tálkvendi, og beita sér gegn Nathaniel Nash, ungum bandarískum CIA leyniþjónustumanni, sem ber ábyrgð á mikilvægasta gagnnjósnara CIA í Rússlandi.