Radcliffe – fyrst lík, nú ný-nasisti

Fyrsta stiklan úr Daniel Radcliffe myndinni Imperium er komin út, en myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 19. ágúst nk. Ekki er langt síðan önnur mynd kom út með þessum vinsæla leikara, sem þekktastur er fyrir túlkun sína á Harry Potter; Swiss Army Man, þar sem hann leikur prumpandi lík.

Í Imperium er Radcliffe hinsvegar í hlutverki ný-nastista.

daniel radcl

Reyndar er hann ekki alvöru ný-nasisti í myndinni, heldur alríkislögreglumaður í dulargervi.

Með önnur helstu hlutverk fara Toni Collette, Tracy Letts, with Nestor Carbonell, Burn Gorman og Sam Trammell.

Leikstjóri er Daniel Ragussi, sem þreytir hér frumraun sína í leikstjórastóli.

Nate Foster, sem Radcliffe leikur, er ungur og metnaðargjarn fulltrúi hjá FBI, alríkislögreglunni, sem fer í dulargervi í raðir öfgasinnaðra hægrimanna og hryðjuverkamanna, í þeim tilgangi að ráða niðurlögum samtakanna. Hinn klári og efnilegi greinandi þarf að sætta sig við ýmislegt í röðum ný-nasistanna, á sama tíma og hann má ekki gleyma því sem hann stendur fyrir, í þessum hættulega neðanjarðarheimi.

Myndin er byggð á sönnum atburðum.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan, og plakatið þar fyrir neðan:

Imperium-poster-620x804