Radcliffe fær japönsku mafíuna á bakið

Daniel Radcliffe, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Harry Potter í samnefndum myndum, gerir nú hvað hann getur til að hrista af sér barnastjörnuímyndina, og gengur bara ágætlega. Hann hefur leikið í myndum eins og The Woman In Black og Kill Your Darlings og samkvæmt Deadline vefsíðunni ætlar hann næst að leika í Tokyo Vice, spennutrylli sem byggður er á sannri sögu Jake Adelstein, bandarísks blaðamanns sem varð skotmark japanska yakuza ( japanska mafían ) foringjans Tadamas Goto, manns sem var talinn svo hrollvekjandi að hann var kallaður John Gotti þeirra Japana.

Adelstein starfar enn við blaðamennsku og mun leggja hönd á plóg og hjálpa rithöfundinum JT Rogers að sjóða saman handritið.

Leikstjóri verður Anthony Madler, sem einkum er þekktur fyrir að leikstýra tónlistarmyndböndum fyrir tónlistarmenn eins og Jay-Z, Rihanna, The Killers og Lana Del Rey.

Meðal annars leikstýrði hann myndbandinu hér fyrir neðan við lagið Diamonds eftir Rihanna:

Þangað til við fáum að sjá Radcliffe glíma við mafíuna, þá munum við fá að sjá hann í myndinni Horns síðar á árinu, auk þess sem hann er sagður ætla að leika Igor í nýrri og óvenjulegri Frankenstein mynd.