LaBeouf er verðmætasti leikari í heimi

Annað árið í röð er kvikmyndaleikarinn Shia LaBeouf á toppnum á lista forbes.com viðskiptatímaritsins yfir þá Hollywood leikara sem eru verðmætastir. Á topp tíu listanum er núna jafnt í liðum, þ.e. 5 konur og 5 karlar, en til samanburðar þá voru eingöngu karlar á listanum á síðasta ári.
Forbes.com reiknar þetta út sjálft, en samkvæmt útreikningnum þá græða framleiðslufyrirtækin 81 Bandaríkjadal fyrir hvern einn dal sem þau eyða í LaBeouf. Það eru heldur engar smámyndir sem leikarinn hefur verið að leika í, Transformers: Revenge of the Fallen þénaði 836 milljónir Bandaríkjadala um heim allan og fjórða Indiana Jones myndin þénaði 787 milljónir dala.
Anne Hathaway lenti í öðru sæti listans en stúdíóin þénuðu 64 milljónir dala fyrir hvern einn sem þau eyddu í hana. Nýlegar myndir hennar eru Alice in Wonderland, sem þénaði 1 milljarð dala á alheimsvísu, og Bride Wars, m.a.
Í þriðja sæti er svo Harry Potter stjarnan Daniel Radcliffe og Robert Downey Jr. í því fjórða.
Þá koma í réttri röð: Cate Blanchett, Meryl Streep, Jennifer Aniston, Johnny Depp, Nicolas Cage og Sarah Jessica Parker.
Listann má svo sjá allan á www.forbes.com