Craig og Mara ekki í næstu Millenium-mynd

Tölvuhakkarinn Lisbeth Salander er á leiðinni aftur á hvíta tjaldið en ekki í framhaldi The Girl With the Dragon Tattoo, The Girl Who Played With Fire. The-Girl-With-The-Dragon-Tattoo-New-NSFW-poster1

Þess í stað ætlar Sony að beina sjónum sínum að nýútkominni fjórðu bókinni í Millenium-seríunni, The Girl in the Spider´s Web.

Kvikmyndaverið er í viðræðum við Steven Knight (Burnt) um að skrifa handritið.

Heimildir Hollywood Reporter herma að hvorki Rooney Mara né Daniel Craig, sem léku í The Girl With the Dragon Tattoo, taki þátt í nýju myndinni. Leikstjórinn David Fincher verður heldur ekki með.  Mara var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir hlutverk sitt.

Samkvæmt The Wrap hefur Alica Vikander (Ex Machina, The Man From UNCLE) verið orðuð við hlutverk Salander.

The Girl With the Dragon Tattoo halaði inn 233 milljónir dala árið 2011 en þótti of dýr í framleiðslu (90 milljónir dala).

Sony hefur möguleika á að bjóða Craig að leika í tveimur framhaldsmyndum en hann er sagður vilja launahækkun, sem þykir ekki koma til greina.