Creed og sonur Ivan Drago á fyrsta plakati úr Creed 2

Nýjasta Marvel kvikmyndin, Black Panther, er að gera allt vitlaust í bíósölum út um allan heim, og virðist ætla að slá öll met í miðasölu. Leikstjóri kvikmyndarinnar, Ryan Coogler, skaust upp á stjörnuhimininn með leikstjórn sinni á hnefaleikamyndinni Creed, sem er hliðar/framhaldssaga af Rocky kvikmyndunum, og var með Michael B. Jordan í titilhlutverkinu, en einnig léku helstu hlutverk þau Tessa Thompson og Sylvester Stallone.


Nú er von á næstu Creed mynd, Creed 2, en Coogler er þar viðriðinn sem framleiðandi. Leikstjóri að þessu sinni er hins vegar Steven Caple Jr.

Rauði þráðurinn í þessari nýju mynd er bardagi á milli Creed og sonar hins illvíga andstæðings Rocky úr Rocky IV, sovéska tröllsins Ivan Drago, sem Dolp Lundgren lék svo eftirminnilega.

Sylvester Stallone birti í dag á Instagram reikningi sínum fyrsta plakat fyrir Creed 2 og þar má einmitt glögglega sjá þennan fókus – Creed og sonur Drago í forgrunni, en óvinirnir Rocky og Drago í bakgrunni.

Myndin verður frumsýnd 21. nóvember nk.

Kíktu á plakatið hér fyrir neðan:

Fight time … #creed 2 #healthylifestyle #rockybalboa1976

A post shared by Sly Stallone (@officialslystallone) on