Hateful Eight frumsýnd á jóladag

Frumsýningardagur er komin á nýjustu mynd Quentin Tarantino, Hateful Eight. Hún verður sýnd í takmörkuðum fjölda kvikmyndahúsa á jóladag í Norður-Ameríku en fer svo í almennar sýningar 8. janúar 2016.  the_hateful_eight_8

Myndin gerist á tímum borgarastyrjaldarinnar í Bandaríkjunum og á meðal helstu leikara eru Samuel L. Jackson, Bruce Dern, Kurt Russell og Jennifer Jason Leigh.

Síðasta mynd Tarantino, Django Unchained, kom út á sama tíma árið 2012 og endaði á því að ná í kassann yfir 400 milljónum dala um heim allan.

„Við getum ekki hugsað okkur flottari jólagjöf handa kvikmyndaunnendum og aðdáendum Tarantino á þessu ári,“ sagði í yfirlýsingu frá framleiðendum myndarinnar.

Aðrar myndir sem koma út á svipuðum tíma og Hateful Eight eru Star Wars: The Force Awakens, Snowden sem er nýjasta mynd Oliver Stone, endurgerðin Point Break og NFL-dramað Concussion með Will Smith í aðalhlutverki.