Clint vill Obama burt

Óskarsverðlaunahafinn, leikstjórinn og leikarinn 82 ára Clint Eastwood lætur ekki sitt eftir liggja í pólitíkinni, en hann er eindreginn andstæðingur Barrack Obama Bandaríkjaforseta og demókrataflokksins í Bandaríkjunum, og fylgismaður Mitt Romneys, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins.  Frægt er orðið þegar hann talaði við tóman stól á landsfundi Repúblikanaflokksins, í 15 mínútur, en stóllinn átti að tákna Barrack Obama.

Nú er komin ný auglýsing þar sem Clint greinir frá mikilvægi þess að skipta um mann í brúnni:

 

„Obama’s second term would be a rerun of his first and our country just couldn’t survive that,” segir Eastwood með sinni rámu rödd.  „We need someone who can turn it around fast and that man is Mitt Romney.“

„There is not much time left and the future of our country is at stake,“ segir Eastwood í þessari 30 sekúndna auglýsingu, sem er ekki hans fyrsta fyrir flokkinn, og væntanlega ekki hans síðasta.