Guardians Vol. 2 stikla í október?

Margir bíða spenntir eftir að sjá fyrstu stikluna úr Guardians of the Galaxy Vol. 2, framhaldi hinnar vel heppnuðu Marvel ofurhetjumyndar Guardians of the Galaxy frá árinu 2014, en mynd númar tvö er væntanleg í íslensk bíóhús 28. apríl, 2017.

Eins og Chris Pratt, sem leikur Star-Lord í myndinni, segir í Comic-Con viðtali við Games-radar hér neðst í fréttinni, þá voru væntingar til fyrri myndarinnar ekki miklar, enda vissi fólk ekki alveg við hverju var að búast. Nú séu væntingar hinsvegar meiri, og margir spenntir að sjá hvernig framhaldið muni verða.

guardians

Í nýrri frétt á vefsíðu Games-Radar þá segir að mögulega megi eiga von á fyrstu stiklunni um svipað leiti og Marvel myndin Doctor Strange verður frumsýnd, en frumsýningardagur hennar er 28. október nk.

Games-Radar vísar til samtals vefsíðunnar Collider við Kevin Feige forstjóra Marvel, en þar segir hann að stiklan „gæti verið frumsýnd þegar næsta Marvel mynd verður frumsýnd.“ Myndin sem hann vísar til er einmitt Doctor Strange. 

dave bautistaLeikstjóri framhaldsmyndarinnar, eins og þeirrar fyrri, er James Gunn, og helstu leikarar eru Chris Pratt, Zoe Saldana, Dave Bautista, Karen Gillan, Michael Rooker, Kurt Russell, Bradley Cooper og Vin Diesel.

Þangað til stiklan kemur geturðu kíkt á samtalið sem vísað var til hér að ofan, en auk samtalsins við Pratt, þá er einnig rætt við leikarann og fyrrum glímumeistarann Dave Bautista, sem leikur Drax the Destroyer, Michael Rooker, sem leikur Yondu Udonta, og leikstjórann James Gunn.

Pratt segir m.a. að framhaldsmyndin verði svipuð fyrstu myndinni, en þó ekki eins og maður gæti búist við. Gunn segir að sagan verði dýpri. Bautista er þögull sem gröfin, og vill ekki gefa út nein spilliefni!