Marvel tilkynnir mikið á Comic-Con

Undirbúið ykkur fyrir svefnlausar nætur af sveittri spennu því Marvel Studios kynntu heilar fimm væntanlegar kvikmyndir byggðar á myndasögum sínum. En þær eru Thor: The Dark World sem er væntanleg á næsta ári, Captain America: The Winter Soldier sem kælir klakann í apríl eftir tvö ár, Ant-Man í leikstjórn Edgar Wright sem við höfum lengi beðið eftir, Iron Man 3 í leikstjórn Shane Black sem er væntanleg á næsta ári og Guardians of the Galaxy sem er væntanleg í ágúst árið 2014.

Að heyra þetta og vita The Amazing Spider-Man er í sýningum og að The Dark Knight Rises er væntanleg eftir einungis viku fær mann til að hugsa að við búum líkelgast á besta myndasögumynda tímabili allra tíma, sé engan vegin hvernig hægt verður að toppa þetta.

Glöggir myndasöguunnendur kannast kannski við Captain America-titilinn en hann bendir til endurkomu einna persónu úr fyrstu kvikmyndinni um Kanakafteininn. Í góðum gír sagði Edgar Wright ‘Ant-Man will kick your ass, one inch at a time’, en þetta verður líklegast mjög gamansöm ofurhetjuræma með hann á bak við tjöldin. Handrit myndarinnar er skrifað af þeim Edgar Wright og Joe Cornish sem braut sér leið í bransann í fyrra með miklum metnaði.

Hér fyrir neðan má svo sjá kynningarplakötin sem prýddu Comic-Con kynningu Marvel:

Einnig var concept-hönnun Guardians of the Galaxy kynnt til sögu fyrir myndina ásamt langþráðu ufhjúpun þriðja Iron Man-búningsins:

Gífurlegt magn af spennandi myndasögumyndum framundan. Hver af þessum ræmum kitlar ykkur mest og hvers vegna?