Heitasti liturinn vann Gullpálmann

Kvikmyndin Blue is The Warmest Color, eða Blár er heitasti liturinn, vann Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær, en það eru aðalverðlaun hátíðarinnar.

blue_is_the_warmest_color

Franska leikkonan Audrey Tautou var kynnir kvöldins, en það var stjörnum prýdd dómnefnd sem valdi sigurvegarana.

Formaður dómnefndar var Steven Spielberg og með honum voru Óskarsverðlaunahafarnir Nicole Kidman, Ang Lee og Christoph Waltz, ásamt Daniel Auteuil, Cristian Mungiu, Lynne Ramsay, Vidya Balan og Naomi Kawase. 

Verðlaunahafar eru eftirfarandi:

Gullpálminn ( Palme d’Or): Abdellatif Kechiche, Blue Is The Warmest Color

Grand Prix: Coen bræður, Inside Llewyn Davis

Besti leikstjóri: Amat Escalante, Heli

Besta handrit: Jia Zhangke, A Touch of Sin

Besta leikkona: Berenice Bejo, The Past

Besti leikari: Bruce Dern, Nebraska

Dómnefndarverðlaun: Hirokazu Kore-eda, Like Father, Like Son

Camera d’Or: Anthony Chen, Ilo Ilo