Scarlett Johansson gerist leikstjóri

Bandaríska leikkonan Scarlett Johansson er ekki einhöm. Ekki einasta leikur hún í myndum ólíkra leikstjóra allt frá Woody Allen til Joss Whedon, og hefur síðustu árin verið álitin kyntákn í Hollywood, heldur hefur hún fengið Óskarstilnefningu fyrir lag í kvikmynd ( Chasing Ice 2013 ), leikið Janet Leigh í Hitchcock, og fleira og fleira.

Scarlett-Johansson-Black-Widow-009-11Nú ætlar Johansson að bæta einni rós til viðbótar í hnappagatið, og leikstýra sinni fyrstu mynd.

The Hollywood Reporter segir frá því í frétt frá kvikmyndahátíðinni í Cannes að leikkonan muni leikstýra sinni fyrstu mynd í fullri lengd á næsta ári, Summer’s Crossing, en það er kvikmyndagerð af skáldsögu eftir Truman Capote. Johansson keypti kvikmyndaréttinn að sögunni fyrir einu og hálfu ári síðan, og segir The Hollywood Reporter að verið sé að selja alþjóðlegan sýningarrétt á myndinni í Cannes á Cannes Film Market.

Tökur eiga að hefjast snemma á næsta ári.

Sagan sem hér um ræðir hefur aldrei verið gefin út og var talin glötuð þar til árið 2004, en hún fjallar um 17 ára gamalt samkvæmisljón í New York borg, sem verður ástfangin af lágstéttar gyðingadreng, við lok seinni heimsstyrjaldarinnar árið 1945.