Eyðileggingarmáttur Godzilla

godzillaposterNýjasta Godzilla-myndin verður frumsýnd í maí næstkomandi. Leikarinn Bryan Cranston, sem margir þekkja úr þáttunum Breaking Bad, fer með eitt af aðalhlutverkunum. Nánar tiltekið með hlutverk eðlisfræðingsins, Joe Brody.

Lengsta stiklan úr myndinni til þessa var sýnd í gærkvöldi. Ný atriði eru kynnt til sögunnar og fáum við m.a. að vita afhverju Brody var svo bálreiður í annarri stiklunni.

Eyðileggingarmáttur Godzilla er mikill og sjáum við hvernig borgin fer í rúst við það eitt að Godzilla stígur upp úr sjónum. Ekkert virðist stöðva skrímslið sem ætlar að eyðileggja allt sem á vegi þess verður og koma okkur aftur á steinöld.

Breski leikstjórinn Gareth Edwards leikstýrir myndinni sem er afturhvarf til Gojira frá árinu 1954 og hinna mörgu framhaldsmynda sem fylgdu í kjölfarið. Edwards á að baki myndir á borð við Monsters og Factory Farmed.

Með önnur hlutverk í myndinni fara Aaron Taylor-Johnson, Ken Watanabe, Elizabeth Olsen, Juliette Binoche, David Stratharin og Sally Hawkin.