Willis verður vondur kall

Deadline vefsíðan segir frá því að Bruce Willis hafi verið ráðinn til að leika illmennið í spennumyndinni The Prince, en Willis er yfirleitt hinum megin borðsins, í hlutverki hetjunnar.

Handrit skrifa Andre Fabrizio og Jeremy Passmore og leikstjóri verður Sarik Andreasyan sem gerði American Heist.

willis

Myndin fjallar um mafíósa sem hefur lagt byssuna á hilluna, og er fluttur frá Las Vegas þar sem hann bjó og starfaði, en hann var vanur að vinna skítverkin fyrir mafíuna. Þessi harðjaxl yfirgaf borgina fyrir löngu, en neyðist nú til að snúa aftur til að gera upp við gamla óvini, þegar unglingsdóttir hans hverfur.

Willis á að leika manninn sem býður eftir að harðjaxlinn snúi aftur til Las Vegas, og mun þar ætla að láta mafíósann gamla finna til tevatnsins.

Enn er ekki vitað hver kemur til með að leika aðalhlutverk á móti Willis, hlutverk föðursins. Tökur myndarinnar eiga að hefjast í New Orleans í næsta mánuði.