Getraun: Bridesmaids (DVD)

Gamanmyndin /mynd/?id=6973″>Bridesmaids, sem aðstandendur hafa lýst sem „The Hangover fyrir stelpur,“ kom út í gær á DVD og myndi Kvikmyndir.is ekki tilkynna það nema frí eintök væru í boði. Og hvort sem menn eru sammála lýsingu myndarinnar eða ekki, þá er um að ræða eina af vinsælustu myndum ársins sem hefur einnig sópað til sín jákvæðum ummælum gagnrýnenda. Hún er t.d. með svo mikið sem 90% á Rotten Tomatoes.com. Spáið í því!

Myndin fjallar um Lillian (Maya Rudolph) og Annie (Kristen Wiig – sem skrifar einnig handritið), sem eru bestu vinkonur og hafa verið það í langan tíma. Þegar Lillian finnur svo loks draumaprinsinn og ákveður að giftast honum tekur Annie, sem sjálf hefur aldrei náð að finna ástina, að sér hlutverk aðalbrúðarmærinnar með ánægju. Ánægjan breytist þó fljótlega í skelfingu og örvæntingu þegar Annie kemst að því hvað hún þarf að gera sem brúðarmær. Fyrsta verkefnið, að safna saman vinkonum Lillian, sem eru allar af sitthvoru sauðahúsinu, er nógu erfitt. Svo er eftir að skipuleggja alla þá viðburði sem brúðkaupinu fylgja; að velja brúðarkjólinn, halda brúðarveislu, halda friðinn innan brúðarmeyjahópsins og síðast en ekki síst: að skipuleggja gæsapartíið. Stefnan er tekin til Las Vegas, en það sem gerist í Vegas á eftir að hafa afleiðingar…

Til að eiga séns á því að vinna eintak af myndinni þá þarftu ekki annað en að svara eftirfarandi spurningum. Dregið verður úr réttum svörum á mánudaginn og fá vinningshafar sendan til sín póst ásamt leiðbeiningum um hvar þeir nálgast diskana sína. Sendið á tommi@kvikmyndir.is. Þið ættuð að vera flest öll vön þessu núna 😉

Spurningarnar eru ekki erfiðari en þetta:

1. Hvað heitir leikstjóri myndarinnar?

2. Hver eftirfarandi leikara er EKKI í Bridesmaids?
a) Jon Hamm
b) Kevin Bacon
c) Chris O´Dowd

3. Í hvaða mynd lék Kristen Wiig EKKI í?
a) Knocked Up
b) Adventureland
c) Superbad

Gangi ykkur vel.