Brett Ratner segir sig úr Akademíunni

Þann 26. febrúar á næsta ári verða 84. Óskarsverðlaunin afhent og mun sjálfur Eddie Murphy verða kynnirinn á sýningunni. Fékk hann starfið í gegnum leikstjóra nýjustu myndar sinnar Tower Heist, Brett Ratner, en þangað til nú átti Ratner að sjá um að framleiða viðburðinn.

Síðustu dagar hafa ekki verið góðir við leikstjórann, þar sem hann hefur verið orðaður við nokkrar niðrandi staðhæfingar, þar á meðal kom hann fram í sjónvarpsþættinum Attack of the Show og hélt því framm að hann hefði „nelgt“ fyrrum kynnir þáttarins, Oliviu Munn; sem hann tók síðar til baka. Síðan var hringt í hann í útvarpsþætti Howards Stern og þar nefndi hann kynlífsreynslu sína með Lindsay Lohan og hvernig hann fékk hana til að taka kynsjúkdóma próf. Það sem gerði útslagið hins vegar var tilvitnunin frá honum eftir frumsýningu Tower Heist síðastliðinn föstudag, þar sem hann sagði að „æfingar væru fyrir fagga“.

Í kjölfarið sagði Ratner sig frá Óskarsverðlaununum væntanlegu og virðast Akademíu menn ekki ósáttir: „Hann tók rétta ákvörðun fyrir bæði Akademíuna og sjálfan sig. Orð hafa merkingu, og þau hafa afleiðingar. Brett er góð manneskja, en ummæli hans voru óásættanleg. Við vonum öll að þetta atvik sýni fólki þann skaða og harm sem svona kærulaus og særandi ummæli valda, burtséð ásetningnum,“.

Ratner er þá farinn frá viðburðinum og veltir fólk sér nú fyrir því hvort að Murphy muni enn taka að sér starfið sem kynnir, eða hvort það sé ennþá í boði.