Addams fjölskyldan vann í hörðum slag

Mjótt var á munum á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, en þegar upp var staðið var það teiknimyndin um Addams fjölskylduna sem sigraði í toppslagnum, en myndin var sú vinsælasta um helgina.

Sérstök fjölskylda.

Aðrar kvikmyndir sem gerðu atlögu að toppsætinu voru íslenska kvikmyndin Agnes Joy, sem fengið hefur lofsamlega dóma í flestum fjölmiðlum, og Joker, sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu vikur, en hún var á toppi aðsóknarlistans í síðustu viku.

Auk Addams fjölskyldunnar eru hvorki meira né minna en sex nýjar myndir á listanum. Í fjórða sætinu situr Zombieland: Double Tap, framhald Zombieland frá árinu 2009. Beint í sjötta sæti listans fór ný íslensk mynd, Þorsti, og í 12. sæti listans situr núna (Nie)znajomi frá Rússlandi. Í 20. sæti er svo In Touch og Dronningen í því 21. Að lokum er það svo hin sannsögulega hrollvekja Gullni hanskinn, sem fór beint í 27. sæti aðsóknarlistans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: