Dásamlegt að hlusta á Colin Firth

Nýja Bridget Jones bókin, sú þriðja í röðinni, eftir Helen Fielding er komin út og selst vel, samkvæmt Vulture kvikmyndavefnum. Og næst er það kvikmynd eftir bókinni, eða það er amk. það sem Fielding vill.

bridget jones

Þegar hún var spurð að því á samkomu í Writers Guild Theater í Beverly Hills á föstudagskvöldið síðasta um möguleikann á nýrri bíómynd um hina seinheppnu Bridget Jones, segir Fielding: „Tja, ég veit eiginlega ekki, því ég er eiginlega nýbúin með bókina ( sem heitir Mad About the Boy ), í raun og veru.“ En fljótlega bætti hún við: „En ég á við, ég myndi vilja það.“

Samkvæmt The Hollywood Reporter vefsíðunni þá ræddi Fielding um það á samkomunni hve dásamlegt það hefði verið að heyra Colin Firth fara með línur úr bókinni hennar í fyrsta skiptið.

Smelltu hér til að lesa síðustu frétt okkar af bókinni og stórfréttum sem þar er að finna ( ekki smella ef þú vilt ekkert vita ).