Dómur Variety – Depp í fantaformi

„Nístingsköld blá augu hins alræmda glæpaforingja frá Boston, James „Whitey“ Bulger, stara á mann á hvíta tjaldinu í mynd Scott Cooper, Black Mass, eins og augnaráð rándýrs úr frumskóginum sem liggur í leyni og bíður eftir réttu augnabliki til að fanga bráð sína.“ johnny depp

Svona hljómar upphafið á dómi Variety um nýjustu mynd Johnny Depp, Black Mass.
Gagnrýnandinn segir frammistöðu Depp eina þá bestu á ferli hans og löngu tímabæra eftir röð misjafnra mynda upp á síðkastið.

„Depp hefur ekki verið svona á bólakafi í hlutverki sínu síðan hann lék meðreiðarsvein Al Pacino í Donnie Brasco. Meira að segja frammistaða hans sem J.M. Barrie sem hann fékk Óskarstilnefningu fyrir í Finding Neverland virðist ekki eins góð í samanburðinum.“