Keaton er Fuglamaðurinn

birdmanFyrsta stiklan úr nýjustu kvikmynd leikstjórans Gonzalez Innaritu, sem ber heitið Birdman, var sýnd fyrir skemmstu.

Hér er um kolsvarta gamanmynd að ræða sem fjallar um fyrrum leikara sem setur upp leiksýningu á Broadway en lendir svo í erfiðleikum þegar aðalleikari í leiksýningunni, vill fara sínar eigin egósentrísku leiðir. Það er enginn annar en Michael Keaton sem leikur aðalhlutverkið í myndinni, en hann fer með hlutverk Riggan Thomson, betur þekktur sem Fuglamaðurinn.

Auk þeirra Keaton munu Edward Norton, Emma Stone, Naomi Watts og Zach Galifianakis fara með hlutverk í myndinni.

Það eru framleiðslufyrirtækin Fox Searchlight og New Regency sem standa fyrir myndinni sem verður frumsýnd þann 17. október næstkomandi.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni.