Áhorf vikunnar (5.-11. mars)

Það lítur út fyrir að það verði ekkert annað en bara stórt bil í bíó á mili myndanna Svartur á leik og The Hunger Games (þegar hún lætur sjá sig eftir tæpar tvær vikur). Það virðast allavega enn vera uppseldar sýningar á sannsögulega harðkjarna skítnum sem sýndur er í nokkrum stærstu sölum landsins.

Einhverjir kíktu eflaust á John Carter, sumir á The Vow, eða kannski voru langflestir grimmt límdir við Mass Effect 3.

Tilheyrir þú eitthvað af þessum hópum eða horfðir þú á eitthvað allt, allt annað?

Fasta formúlan gildir og hreinskilni (sem og þátttaka) er vel metin af stjórninni á þessari síðu. Vertu núna með og segðu hvað þú kíktir á.