‘Groundhog Day’ sýnd stanslaust á degi múrmeldýrsins

Í tilefni af komu heimsþekkta bandaríska kvikmyndaleikarans Bill Murray á Listahátíð í Reykjavík í júní efna Bíó Paradís, Listahátíð í Reykjavík, í samstarfi við Hugleik Dagsson, til ‘Groundhog Day’ í Bíó Paradís þann 2. febrúar næstkomandi.

Myndin verður sýnd frá morgni til kvölds á degi múrmeldýrsins og verður myndin sýnd alls sjö sinnum yfir daginn. Fyrsta sýning er kl. 10:00 um morgunin og sú síðasta kl. 22:00 um kvöldið.

Boðið verður upp á endalaust kaffi og mun Hugleikur Dagsson bjóða upp á kynningu aftur og aftur í anda myndarinnar. Fólk er einnig hvatt til þess að fylgjast með Hugleiki yfir allan daginn á Snapchat-reikningi Bíó Paradís.

Miðaverð er 1.200. kr,- og fær fólk stimpil sem það getur notað yfir allan sýningardaginn. Málið er einfalt, ef þú kaupir þig inn á einhverja sýningu yfir daginn, þá geturu rambað inn og út að vild eftir hentugleika.