Stórstjörnur í asískum auglýsingum

Það er sagt að hvergi sé auðveldara fyrir stórstjörnurnar að vinna sér inn pening heldur en að taka næsta flug til Asíu og leika í stuttum auglýsingum fyrir stórfyrirtæki. Margar stjörnur skrifa undir samninga um að tiltekin auglýsing sé ekki leyfð í Bandaríkjunum svo það skaði ekki feril þeirra, þó svo að samningar séu gerðir þá eiga þessar auglýsingar til að rata á internetið.

 

Leonardo DiCaprio er einn tækjuhæsti leikari heims og var á toppnum yfir tækjuhæstu Hollywood leikarana á lista Forbes Magazine árið 2011, þrátt fyrir það þá hikar hann ekki við að hoppa upp í næstu flugvél og leika í stuttri auglýsingu og fá feitan launaseðil fyrir.

Í auglýsingu sem er gerð fyrir viskífyrirtækið Jim Beam má sjá DiCaprio tálga ís þangað til ísinn myndar kúlu, hann brýtur svo kúluna ofan í glas og leggur síðan áherslu á hversu svalur drykkurinn er. Þessi herlegheit þykja minna óendanlega mikið á kvikmyndina Lost in Translation þar sem Bill Murray leikur einmitt stórstjörnu sem ferðast til Asíu til þess að leika í viskíauglýsingu.

Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu DiCaprio og fleiri stórstjarna sem hafa leikið í auglýsingum fyrir asískan markað.

Leonardo DiCaprio, viskí og ískúla

 

Nicholas Cage og geimverurnar

 

Hulk Hogan og barnið

Tælensk Tina Turner og Michael Jackson

Alvarlegur Andy Warhol og sjónvarpstækið