Heimildarmynd um þrautseigju Adam West

rexfeatures_1688291kNý heimildarmynd um leikarann Adam West er væntanleg. West er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Batman frá árinu 1966. Gerðar voru þrjár þáttaraðir og ein kvikmynd. Í seinni tíð þekkja flestir hann í hlutverki bæjarstjóra Quahog úr teiknimyndaþáttunum Family Guy þar sem hann talar fyrir ýkta útgáfu af sjálfum sér.

Eftir Batman var erfitt fyrir West að finna vinnu og var honum oft boðið samskonar hlutverk í ódýrum endurgerðum. Tækifærunum fækkaði og byrjaði West að taka að sér verkefni sem hann sér eftir. West klessti m.a. bíl í gegnum vegg í ofurhugaþætti og kom fram í hlutverki Batman á bæjarhátíðum.

Í heimildarmyndinni er sagt frá þrautseigju og iðjusemi leikarans og hvernig það er að sjá frægðarsólina hverfa og hefja ferilinn á ný. Ferill hans spannar yfir 50 ár og hefur hann frá miklu að segja um leikaralífið í Hollywood.

Fyrsta stiklan úr heimildarmyndinni, sem ber nafnið Starring Adam West, var sýnd fyrir stuttu og má sjá hana hér að neðan.