Hans Zimmer sér um Superman

NBC San Diego náði nýlega tali af tónskáldinu heimsfræga Hans Zimmer, sem hefur skapað ógleymanlega tónlist fyrir myndir á borð við Gladiator og Batman Begins. Staðfesti Zimmer að hann hafi veirð ráðinn til að sjá um tónlistina fyrir væntanlegu mynd leikstjórans Zack Snyder um ofurhetjuna Superman.

Aðspurður hvort hann væri hræddur um að tónlist hans myndi ekki ná sama stigi og sú sem John Williams gerði fyrir upprunalegu Superman myndina sagði Zimmer, „Þetta verður erfitt. En ég verð að reyna að gera það sama og ég gerði með Batman. Þar vann ég með það sem fólk þekkti og reyndi að gera fyrir nýja kynslóð það sem fyrri myndirnar gerðu fyrir þá gömlu. Ég lít á það sem ég geri sem enduruppgötvun.“

– Bjarki Dagur