Nonni breski efstur, dýrafjör í BNA

Þrátt fyrir fjórar glænýjar myndir sem duttu í bíó um helgina þá náði engin, ekki einu sinni tvær íslenskar myndir, að sigra Johnny English Reborn, sem tekur toppsætið aðra vikuna í röð. Í öðru sæti er The Lion King, sem hefur hækkað eftir að hún opnaði í fjórða. Svo trónir Sveppi í þriðja sætinu. Af nýju myndunum lentu þær Abduction (með Taylor Lautner) í fjórða og dramatryllirinn Contagion í fimmta.

Tvær íslenskar myndir voru frumsýndar en gekk þeim ekkert alltof vel. Eldfjall fór í sjöunda sætið og tók inn tæplega 2 þúsund manns og fjölskyldumyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra fór alla leið í þrettánda með rétt yfir 500 manns í aðsókn.

Á toppsætinu í bandaríkjunum ræður Konungur ljónanna einnig ríkjum í öðru sætinu, en höfrungamyndin Dolphin Tale situr í efsta sætinu. Það fór lítið fyrir öðrum frumsýningarmyndum helgarinnar, en það vakti hins vegar athygli hversu illa myndinni What’s Your Number? gekk, með Chris Evans og Önnu Faris í aðalhlutverkum.