Lesendur völdu Mad Max bestu myndina

Lesendur Kvikmynda.is hafa gert upp hug sinn í skoðanakönnun um bestu mynd ársins 2015 sem við efndum til skömmu fyrir áramót.

1. Mad Max: Fury Road   Hún naut nokkurra yfirburða í skoðanakönnuninni og ljóst að þessi endurræsing á gömlu Mad Max-myndunum, þar sem Mel Gibson var í aðalhlutverki, fær fljúgandi start. Tvær aðrar myndir í bálknum eru fyrirhugaðar og er vinnutitill þeirrar fyrri Mad Mad: The Wasteland.

mad max mynd

2. Star Wars: The Force Awakens  Margir biðu eftir þessari með mikilli eftirvæntingu. Myndin, sem er eins konar afturhvarf til fyrstu þriggja myndanna sem gerðar voru, hefur fengið gríðarlega góða dóma og hafa margir Star Wars-nirðir séð hana tvisvar sinnum í bíó, ef ekki oftar.

star wars

3. Straight Outta Compton. Þarna var saga bófarappparanna í NWA sögð með miklum tilþrifum. Töff mynd með sannkölluðum töffurum á ferð.

straight outta

4.  Kingsman: The Secret Service Hressileg hasarmynd þar sem Colin Firth, Taron Egerton og Samuel L. Jackson öttu kappi með eftirminnilegum hætti.

kingsman

5.   American Sniper, The Avengers: Age of Ultron og Everest  Stórmynd Baltasars Kormáks, sem hefur náð inn yfir 200 milljónum dala í miðasölunni um heim allan, lenti í fimmta sætinu ásamt American Sniper og annarri Avengers-myndinni.

everest_3-620x410

Hér eru svo 10 myndir sem voru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur árið 2015:

Ævintýramyndin: Star Wars: The Force Awakens

Heimildarmyndin: Listen To Me Marlon

Gamanmyndin: The Night Before

Svala myndin: Mad Max: Fury Road

Vísindaskáldsögumyndin: The Martian

Spennumyndin: Sicario

Evrópska myndin: Son Of Saul

Íslenska myndin : Hrútar

Teiknimyndin: Inside Out

Sannsögulega myndin: Everest

Eftirminnilegasta atriðið völdum við bílaatriðið úr Furious 7 þar sem stokkið var á ótrúlegan hátt á milli skýjaklúfa í Abu Dhabi, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna:

Kvikmyndir.is þakka þeim lesendum sem tóku þátt í könnuninni og óska þeim, sem og öllum lesendum síðunnar, gleðilegs nýs kvikmyndaárs. Við þökkum jafnframt fyrir samfylgdina árið 2015.