Thanos ætlar að eyða hálfum alheiminum

Ný stikla úr Marvel kvikmyndinni Avengers: Infinity War kom út í dag, en þetta er fyrsta Avengers myndin sem við fáum að sjá síðan Avengers: Age of Ultron var frumsýnd árið 2015.

Að vanda er reglulega gaman að sjá allar ofuhetjurnar saman í einni mynd, fólk eins og Black Panther, Spider Man, Iron Man, Black Widow, Doctor Strange, Thor, Captain America og Guardians of the Galaxy teymið, svo eitthvað sé nefnt.

Avengers gengið berst við hrikalegt illmenni í þessari nýjustu mynd, Thanos, líklega þann allra versta sem nokkurntímann hefur sést á hvíta tjaldinu, en hann ætlar sér að hvorki meira né minna en eyða hálfum alheiminum!

Thor leikarinn Chris Hemsworth lét hafa eftir sér á dögunum að 76 persónur kæmu við sögu í myndinni, þannig að við megum eiga von á góðu.

Leikstjórar eru Joe og Anthony Russo.

Avengers: Infinity War kemur í bíó hér á Íslandi 27. apríl nk.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan og glænýtt plakat þar fyrir neðan: