Pirates 4 búin að þéna yfir einn milljarð Bandaríkjadala

Disney sagði frá því nú um helgina að fjórða Pirates of the Caribbean kvikmyndin, On Stranger Tides, væri komin með yfir einn milljarð Bandaríkjadala í tekjur á heimsvísu, en myndin var frumsýnd þann 20. maí sl.
Myndin er þar með orðin önnur aðsóknarmesta Pirates myndin og næsta takmark myndarinnar verður væntanlega að hala inn meiri tekjum en Pirates of the Caribbean: Dead Man´s Chest þénaði árið 2006, eða 1.066 milljónum Bandaríkjadala, á heimsvísu.

On Stranger Tides hafði þénað 756,1 milljón Bandaríkjadali fyrir nýliðna helgi í Bandaríkjunum. Þetta er þriðja aðsóknarmesta mynd allra tíma á heimsvísu, en aðeins stórmyndir James Cameron, Avatar, sem þénaði 2,02 milljarða dala, og Titanic, sem þénaði 1,24 milljarða, eru fyrir ofan.

Þessi fjórða mynd í sjóræningjaseríunni er enn eftirbátur hinna þriggja forvera sinna í Bandaríkjunum, en á alheimsvísu er árangurinn undraverður.

Hér eru nokkrir skemmtilegir punktar sem Disney fyrirtækið tók saman og sendi á fjölmiðla:

– Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides er áttunda kvikmyndin í sögunni til að fara yfir 1 milljarð Bandaríkjadala-tekjumarkið.

– Hún er þriðja Disney myndin á síðustu 18 mánuðum til að fara yfir milljarðinn á heimsvísu ( Pirates 3 og Lísa í Undralandi eru hinar tvær )

– Þetta er fjórða myndin frá Disney til að þéna meira en 1 milljarð.

– Þriðja aðsóknarmesta mynd allra tíma alþjóðlega

– Fór yfir 500 milljóna dala markið á mettíma, eða 14 dögum

– Fór yfir 800 milljóna dala markið á aðeins 20 dögum, sem er annar besti árangur í sögunni

– Setti nýtt met og fór yfir 700 milljóna markið á 16 dögum

– Stærsta frumsýningarmynd Disney frá upphafi

– Stærsta Pirates of the Caribbean mynd frá upphafi á 58 landssvæðum

– Tekjuhæsta Disney mynd frá upphafi í Kína og í Rússlandi

– Myndin er að nálgast 100 milljónir dala í tekjur í Japan, en hún hefur verið á toppnum þar í landi í sex vikur samfleytt.