Skrímsli í skóla – Ný sjónvarpsauglýsing

Disney Pixar hefur sent frá sér nýja sjónvarpsauglýsingu fyrir nýju Monsters teiknimyndina, Monsters University, en áður höfum við séð kitlu og plaköt.

Í auglýsingunni sjáum við háskólann og nokkra nemendur segja hvað það sé frábært að fara í skólann, rétt eins og í auglýsingu fyrir hvern annan háskóla.

Sjáið auglýsinguna hér fyrir neðan:

Monster’s University gerist á undan fyrri myndinni og fjallar um samband þeirra Mike og Sully á háskólaárunum, en vinátta þeirra var allt annars eðlis en við þekkjum úr fyrstu myndinni. Þetta er fyrsta Pixar-teiknimynd leikstjórans Dan Scanlon. Þeir Billy Crystal og John Goodman snúa aftur sem yngri útgáfur af persónum sínum.

Einnig heyrast í myndinni raddir þeirra Frank Oz, Steve Buscemi, Dave Foley ofl.

Monsters University verður frumsýnd 12. júlí nk. í Bandaríkjunum.

Fyrsta myndin, Monsters Inc., eða Skrímsli hf. , verður sýnd í þrívídd síðar í þessum mánuði í íslenskum kvikmyndahúsum.

Sjáðu kitluna sem kom út í fyrra, hér fyrir neðan: