Frumsýningu jOBS frestað

Búið er að fresta frumsýningu myndarinnar um Steve Jobs, jOBS, sem átti að koma út í Norður-Ameríku 19. apríl.

Þá verða liðin 37 ár síðan Jobs stofnaði tölvurisann Apple. Samkvæmt Deadline hefur nýr frumsýningardagur ekki verið ákveðinn.

Ástæðan fyrir frestuninni er sú að ekki gafst nógu mikill tími til að skapa næga eftirvæntingu eftir myndinni þannig að allt yrði klárt í apríl.

Myndin var frumsýnd á Sundance-hátíðinni fyrr á þessu ári. Ashton Kutcher fer með hlutverk Steve Jobs, sem lést úr krabbameini árið 2011.