Sjáðu Ashton leika jOBS – fyrsta sýnishornið

Fyrsta opinbera sýnishornið úr myndinni jOBS hefur verið gefið út, en jOBS fjallar um Steve Jobs annan stofnanda Apple tölvu- og hugbúnaðarrisans. Það er Ashton Kutcher sem leikur Jobs.

Sjáðu sýnishornið hér að neðan:

Myndin segir sögu Steve Jobs allt frá því að hann hætti í menntaskóla og þar til hann varð einn hugmyndaríkasti og virtasti frumkvöðull 20. aldarinnar.

Í sýnishorninu er Kutcher í hlutverki Jobs að ræða við hinn stofnandann, verkfræðinginn og forritarann Steve Wozniak, og Wozniak segir Jobs frá litlu hliðarverkefni sem hann er að vinna í heima hjá sér, sem hann kallar „The operating system.“

jOBS er sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum sem hófst þann 17. janúar sl. og lýkur á morgun, 27. janúar.

Leikstjóri myndarinnar er Joshua Michael Stern og ásamt Kutcher leika í myndinni m.a. þau Dermot Mulroney, James Woods, Lukas Haas, Ron Eldard, Matthew Modine og Amanda Crew.

Myndin verður frumsýnd 19. apríl nk. í Bandaríkjunum.