Hamilton með Schwarzenegger og Cameron í nýju Terminator myndinni

James Cameron, leikstjóri upprunalegu Terminator myndarinnar, tilkynnti nú á dögunum að hann hefði ráðið upprunalega Terminator leikkonuna, og fyrrum eiginkonu sína,  Linda Hamilton, í aðalhlutverk í nýrri Tortímendamynd, þar sem Tortímandinn sjálfur, Arnold Swcharzenegger mætir einnig til leiks.

„Hún var mikilvæg fyrirmynd fyrir konur og kvenhetjur á sínum tíma, og það eru stórfréttir að fá reyndan vígamann eins og hana, til að snúa aftur,“ sagði Cameron.

Með ráðningu Hamilton vill Cameron á nýjan leik setja konur í fyrsta sætið, og vekja athygli á stöðu þeirra í hasarmyndum.

„Það eru 50 ára og 60 ára gamlir gaurar þarna úti að drepa vondu kallana,“ sagði hann, og vísar þar til eldri karlleikara sem enn eru í aðalhlutverkum í hasarmyndum,“en það er lítið af slíku þegar kemur að konum,“ bætti hann við.

Það er enginn annar en Tim Miller, leikstjóri stórsmellsins Deadpool frá því fyrra, sem mun leikstýra myndinni.

Gerðar hafa verið nokkrar Terminator myndir á síðustu árum, en þessi mynd verður sú fyrsta síðan 1991 með upphafsmanninum, sjálfum James Cameron, sem hluta af teyminu, en síðasta mynd sem hann tók þátt í að gera var Terminator 2: Judgment Day. 

Áætlað er að myndin verði sú fyrsta í þríleik. Hver kvikmynd mun mögulega geta staðið fyrir sínu sem stök mynd, eða þá að þær verða látnar tengjast, að því er segir í frétt The Hollywood Reporter.

Sem fyrr sagði mun Arnold Schwarzenegger, sem bæði hefur leikið vonda karlinn og góða karlinn, í hlutverki sínu sem vélmennið sem er sent til Jarðar úr framtíðinni, verða með og þar með er þrenningin „Cameron, Scwarzenegger og Hamilton“ fullkomnuð.

Hamilton lék aðalhlutverkið í fyrstu myndinni The Terminator, frá árinu 1984. Sú mynd var ekki gerð fyrir mikinn pening, en sló í gegn. Hamilton lék þar eina frægustu kvenhetju kvikmyndanna, Sarah Connor. Connor var gengilbeina, sem var elt uppi af óstöðvandi drápsmaskínu úr framtíðinni, sem Schwarzenegger lék.  Connor fær að vita það að í framtíðinni hafa vélarnar tekið völdin yfir mannkyninu, og hún er móðir leiðtoga andspyrnuhreyfingarinnar.

Hamilton sneri aftur í myndinni frá 1991, en sú mynd var risasmellur það ár. Í henni var Hamilton grjótharður vígamaður sem gaf ekkert eftir, og barðist eins og ljón til að vernda son sinn.

Hvorki Hamilton né Cameron, sem giftust á tíunda áratug síðustu aldar, tóku þátt í Terminator myndunum sem á eftir komu, árin 2003, 2009 og 2015.

Ekkert er enn vitað um söguna í myndinni nýju, en sagt er að hún verði beint framhald af Judgement Day.

En það verður líka kynntur til sögunnar fulltrúi nýrrar kynslóðar. „Við erum að leita að konu um það bil 18 ára, sem á að vera miðpunktur sögunnar,“ segir Cameron. „Við erum enn að fara fram og til baka í tíma. Það verða persónur bæði úr framtíðinni og nútímanum. Það verða aðallega nýjar persónur, en persónur Arnold og Lindu munu ráða ferðinni munu líma þetta saman.“