Af hverju er Arnold svona unglegur?

Arnold Schwarzenegger er mættur aftur í nýjustu Terminator-myndinni, Genisys. Ekki nóg með það heldur eru nokkrar útgáfur af hinum 67 ára leikara í myndinni. terminator-3-le-soulevement-des-machines-terminator-3-rise-of-the-machine-1-g

Framleiðendurnir David Ellison og Dana Goldberg sögðu við frumsýningu Genisys að „fjórir mismunandi Arnoldar“ væru í myndinni og að þeir væru á mismunandi aldri.

Flestar týpurnar af Arnoldi eru svokallaðar „synthespians“ eða tölvugerðar yngri útgáfur af honum.

Ekkert myndefni úr fyrri Terminator-myndunum var notað við tölvuvinnsluna. Að sögn Goldberg sá hópur fólks um að gera þetta mögulegt.

„Ef þið sjáið ungan Arnold í þessari mynd og ef ykkur finnst hann raunverulegur þá höfum við vonandi skilað af okkur góðu verki,“ sagði Goldberg.