Steve Jobs The Movie

Sony hefur keypt kvikmyndaréttinn á bókinni Steve Jobs eftir Walther Isaacson. Bókin er byggð á viðtölum sem Isaacson tók við Jobs á síðustu tveimur árum, og alla helstu vini og fjölskyldumeðlimi. Útgáfu á bókinni var flýtt eftir andlát Jobs 5. október síðastliðinn, og á hún að koma út nú 24. október.

Jobs var ekki vanur að hleypa fjölmiðlamönnum nálægt einkalífi sínu, en samþykkti viðtölin við Isaacson vegna þess að hann vildi að börnin sín myndu þekkja sig. Við vitum ekkert um myndina fyrir utan það, og Sony gera það sennilega ekki heldur. Giska má á að Sony myndi vilja gera leikið drama, kannski í ætt við The Social Network og Moneyball, sem fylgja viðskiptaákvörðunum Jobs en einnig persónulegu lífi hans, og þá sérstaklega 7 ára langri baráttu hans við krabbamein.

Það er margt skrýtið í kýrhausnum, búið að tilkynna mynd byggða á ævi manns sem lést fyrir þremur dögum. En það verður að hamra járnið meðan það er heitt. Jobs myndi eflaust skilja það, ef eitthvað var hann Bisness maður.

Endum þetta á dramatískum nótum með ræðu sem Jobs gaf við Stanford háskóla árið 2005: