Rogen með ofskynjanir í nýrri stiklu

Ný stikla úr jóla-gamanmyndinni The Night Before með þeim Seth Rogen, Joseph Gordon-Levitt og Anthony Mackie í aðalhlutverkum, er komin út. night begore

Rogen og ofskynjanir vegna eiturlyfjanotkunar hans eru áberandi í stiklunni. Meðal annars sér hann kolkrabba í stað handa.

The Night Before er gerð af þeim sömu og sendu frá sér hina vel heppnuðu 50/50. Leikstjórinn er sá sami, eða Jonathan Levine. Myndin fjallar um þrjá náunga sem eru vanir því að hittast á hverjum jólum og mála bæinn rauðan, með tilheyrandi drykkjuskap og vitleysisgangi.

En í þetta sinn hafa hlutirnir breyst. Einn þeirra er orðinn frægur á meðan annar (Rogen) á von á barni með kærustu sinni. Þeir ákveða því hittast í síðasta sinn á þessum tíma og sletta ærlega úr klaufunum.

The Night Before er væntanleg í bíó í N-Ameríku 20. nóvember en annars staðar 4. desember.