Hopkins handsamar raðmorðingja

Stórleikarinn Anthony Hopkins hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni Solace, samkvæmt Variety. Í myndinni mun hann fara með hlutverk fyrrum læknis sem gæddur er þeim yfirnáttúrulegu hæfileikum að geta lesið hugsanir annarra. Alríkislögreglan leitar til hans í þeirri von að hann geti hjálpað þeim að handsama slóttugan raðmorðngja.

Sagan á bakvið Solace er fremur skringileg en upprunalega var hún ætluð sem framhald að spennutryllinum Se7en. David Fincher, leikstjóri Se7en, þvertók fyrir að taka þátt í verkefninu og var þá ákveðið að myndin skyldi ekki vera framhaldið sem ætlast var til.