Skemmtikraftur ársins er slyngur

Skemmtikraftur ársins 2012 samkvæmt tímaritinu Entertainment Weekly er leikarinn og leikstjórinn Ben Affleck. Á meðal annarra sem komust á listann eru Lena Dunham úr

 

 

sjónvarpsþáttunum Girls, Jennifer Lawrence úr Silver Linings Playbook og Hunger Games, Anne Hathaway úr The Dark Knight Rises og Les Miserables og Joseph Gordon-Levitt úr The Dark Knight Rises og Looper. Leikaraliðið úr sjónvarpsþáttunum Homeland er einnig þarna á meðal

George Clooney, framleiðandi hinnar stórfínu Affleck myndar Argo, segir um leikarann: „Ég held að hann haldi áfram að leika um hríð, sem er gott. Á endanum gæti leið hans legið í stjórnmálin. Hann er mjög klár og slyngur, og hann leggur hart á sig fyrir málefni Congo. En þegar hitt starfið þitt er að vera leikstjóri á heimsmælikvarða, þá er það ekki svo slæmt.“

Hér fyrir neðan er stiklan úr Argo:

Og hér fyrir neðan ræðir leikarinn um vinnuna við myndina Argo m.a.