Krossar duga ekki

Það duga engir krossar á djöfulóðu dúkkuna Annabelle, eins og sjá má í glænýrri fyrstu kitlu fyrir Annabelle 2, sem fjallar um stóru postulínsdúkkuna sem fyrst kom fram í hrollvekjunni Conjuring eftir James Wan.

annabelle

Annabelle 2 fjallar um manninn sem bjó dúkkuna til. Tuttugu árum eftir að dóttir þeirra dó á sviplegan hátt, þá tekur þessi laghenti maður og sorgbitin eiginkona hans, á móti nokkrum gestum í heimsókn; nunnu og hópi stúlkna úr munaðarleysingjahæli sem þurfti að loka. En til allrar óhamingju fyrir gestina þá er dúkkan ekkert allt of hress með þennan félagsskap.

Leikstjóri Annabelle 2 er Lights Out leikstjórinn David F. Sandberg og James Wan er einnig í framleiðsluteymi myndarinnar.

Myndin er væntanleg í bíó 17. maí nk.

Sjáðu kitluna hér fyrir neðan: